Nýr kjarasamningur samþykktur

Kosningu félagsmanna STFS um nýjan kjarasamning er lokið og var nýr samningur samþykktur. Félagsmenn kusu um nýjan kjarasamning  á fundi nú í kvöld sem hófst kl 20:00 og lauk nú áðan kl 21:15   að krossmóa 4a. Samningurinn var samþykktur með 85,71% greiddra atkvæða. hægt er að kynna sér samningin hér Kjarasamingur 2015-2019... Read More
undirritun kjarasamnings

Undirritað við sveitarfélögin

Undirritun kjarasamnings við Samband íslenska sveitarfélaga fór fram undir stjórn ríkissáttasemjara um áttaleytið í gærkveldi þann 20. nóvember. Samningurinn er á svipuðum nótum og þeir samningar sem gerðir hafa verið á opinberum vinnumarkaði undanfarið og tekur mið af því rammasamkomulagi sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu í október síðast liðinn. Gildistími samningsins er frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019 […]... Read More
orlofshus spánn

Orlofshús á spáni

  Starfsmannafélag Suðurnesja auglýsir orlofshús félagsins á spáni laust til umsóknar fyrir páska. Einnig auglýsir félagið spánarhús laust til umsóknar fyrir sumar. Hægt er að sækja um hér á vefnum undir orlofsmál – Orlofshús eða á skrifstofu félagsins. Ýtið á mynd til að stækka.... Read More

Viðræðum við sveitarfélögin í hnút, viðræðum slitið og deilan til ríkissáttasemjara

Samninganefnd bæjarstarfsmannafélaga sem starfa innan BSRB hafa slitið kjaraviðræðum við Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga. Bæjarstarfsmannafélögin í kraganum þ.e. Starfsmannafélag, Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs  og Suðurnesja eru aðilar að þessum viðræðum. Ekkert hefur miðað í viðræðum um launalið nýs kjarasamings síðustu þrjá sólarhringa og þar greinir aðila einkum á. Fyrir liggur að nýgert SALEK samkomulag og leiðrétting […]... Read More

Samið við ríkið

Undir kvöld í gær mánudag 9. nóvember, undirrituðu bæjarstarfsmannafélögin kjarasamning við samningnefnd Ríkisins. Samningurinn er á líkum nótum og SFR stéttarfélag í almannaþjónustu gerði við ríkið. Samningurinn gildir frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019. Upphafshækkun er 25.000 kr. og prósentuhækkanir eru á hverju ári í til ársloka 2018. Sérstök eingreiðsla er fyrir árið […]... Read More