Kjarasamningur samþykktur

Kjarasamningur samþykktur

At­kvæða­greiðslu um kjarasamning STFS – Starfsmannafélags Suðurnesja og Sam­bands ís­lenskra sveitar­fé­laga er lokið. Samningurinn var samþykktur með 94,16% greiddra atkvæða samningurinn gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.

Sam­kvæmt hinum nýja kjarasamningi munu mánaðar­laun hækka um að lág­marki 35.000 krónur og desem­ber­upp­bót á árinu 2023 verður 131.000 krónur. Þá náðist einnig sam­komu­lag um sátta­greiðslu að upp­hæð 105.000 krónum auk þess sem samið var um hækkun á lægstu launum og við­bótar­greiðslur fyrir til­tekin starfs­heiti.

Kjarasamningur samþykktur

Nýjustu fréttirnar