Atkvæðagreiðslu um kjarasamning STFS – Starfsmannafélags Suðurnesja og Sambands íslenskra sveitarfélaga er lokið. Samningurinn var samþykktur með 94,16% greiddra atkvæða samningurinn gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.
Samkvæmt hinum nýja kjarasamningi munu mánaðarlaun hækka um að lágmarki 35.000 krónur og desemberuppbót á árinu 2023 verður 131.000 krónur. Þá náðist einnig samkomulag um sáttagreiðslu að upphæð 105.000 krónum auk þess sem samið var um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti.