Árangurslaus fundur hjá ríkissáttasemjara.

Árangurslaus fundur hjá ríkissáttasemjara.

Ekki tókst að leysa þann hnút sem er á kjaraviðræðum BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga á fundi samninganefnda hjá ríkissáttasemjara í gærmorgun. Ekki hefur verið boðað til fleiri funda að svo stöddu.

Að óbreyttu hefjast verkföll í fjórum sveitarfélögum þann 15. maí svo knýja megi fram sanngjarna niðurstöðu, í Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnes og Mosfellsbæ.

Þá standa atkvæðagreiðslur yfir um frekari verkföll í sex sveitarfélögum til viðbótar; í Hafnafirði, Reykjanesbæ ( ATH bara hjá grunnskólum í Reykjanesbæ ), Árborg, Ölfus, Hveragerði og Vestmannaeyjum. Þar lýkur kosningu á hádegi á fimmtudag 4. maí og verða niðurstöður kynntar í kjölfarið.

Sveitarfélögin hafa þó enn tækifæri til að sjá að sér áður en verkföll hefjast. Félagar í BSRB um allt land standa saman og standa keik í þessari baráttu enda erum við að verja grundvallarrétt launafólks um sömu laun fyrir sömu störf.

Árangurslaus fundur hjá ríkissáttasemjara.

Nýjustu fréttirnar