betrivinnutimi.is

betrivinnutimi.is

Búið er að þýða hluta efnis á betrivinnutimi.is yfir á ensku, sjá fána efst á síðunni. Til stendur að texta myndbönd og þýða svo yfir á pólsku. Ykkur er velkomið að nota þetta efni fyrir samskipti við ykkar erlendu félagsmenn.

Facebook síða

Þá er búið að opna Facebook síðu sem verkefnastjórn heldur utan um. Þar inn fer efni sem er sett á betrvinnutimi.is. Ég hvet ykkur til að líka við síðuna og fylgjast með.

Námskeið fyrir stjórnendur

 Fyrstu námskeið fyrir stjórnendur hefjast í næstu viku. Þau snúa að mönnunarmódeli og í vikunni þar á eftir verður byrjað á fræðslu um umbætur, stjórnun, teymisvinnu og vinnustaðamenningu.

Við gerum ekki ráð fyrir að það verði námskeið fyrir starfsfólk fyrr en á nýju ári, en alltaf er að bætast við fræðsluefni á betrivinnutimi.is. Þar munu fljótlega birtast stuttir fyrirlestrar frá sérfræðingum, m.a. um umbótavinnu, vinnustaðamenningu og fleira.

Önnur atriði

 Verið er að vinna á fullu að ýmsum atriðum, svo sem tækimálum og einstökum hópum (dagvinnumönnum á vöktum, 12 tíma hópum, hópar með næturvaktaþrep í stofnanasamningum og fleiri). Þá eru í bígerð leiðbeiningar til stjórnenda um hvernig fara á með ráðningarsamninga starfsfólks sem er ráðið inn á einstök vaktakerfi.

 

 

betrivinnutimi.is

Nýjustu fréttirnar