Félagsmenn fá afslátt á Söngvaskáld

Félagsmenn fá afslátt á Söngvaskáld

Söngvaskáld

Starfsmannafélag Suðurnesja býður félagsmönnum sínum afslátt á alla tónleika tónleikaraðarinnar Söngvaskáld á Suðurnesjum 2018 þar sem kynnt er rík tónlistarmenning Suðurnesja.

Í ár verður fjallað um eftirtalin söngvaskáld:

Rúnar Júlíusson – 6. Febrúar 2018 kl. 20:00
Magnús Kjartansson – 1. Mars 2018 kl. 20:00
Bjartmar Guðlaugsson – 5. Apríl 2018 kl. 20:00

Hægt er að kaupa tvo miða á hverja tónleika að hámarki og reiknast afsláttur sjálfkrafa í rafrænu sölukerfi.
Tónleikarnir eru haldnir í Hljómahöll og geta gestir um leið skoðað Rokksafn Íslands.

Við vonum að sem flestir félagsmenn nýti sér þetta tilboð og njóti tónlistar og samveru í skammdeginu – um leið styðja þeir við menningarlíf á Suðurnesjum.

Kaupa miða með afslætti.

Félagsmenn fá afslátt á Söngvaskáld

Nýjustu fréttirnar