Lágt hlutfall opinberra starfsmanna í raunfærnimat
Ætli stéttarfélög sér að hafa eitthvað að segja um þróun raunfærnimats verða þau að vita hvað þau vilja, sagði Haukur Harðarson frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins á menntadegi BSRB. Aðeins um 7,1 prósent af þeim 4.400 sem lokið hafa raunfærnimati á síðustu tíu árum starfa hjá hinu opinbera þrátt fyrir að um fimmtungur vinnuaflsins starfi hjá ríki og sveitarfélögum. Haukur sagði ekki skýrt hvað valdi þessu en velti upp möguleikum á borð við skort á stefnu hjá stéttarfélögum, launakerfiopinberra starfsmanna og samsetningu hópsins. Fjallað var um raunfærnimat, fagháskólanám og áherslur BSRB og aðildarfélaga bandalagsins á Menntadegi BSRB, sem haldinn var þriðjudaginn 20. mars 2018. Nánar verður sagt frá umræðum um raunfærnimat á vef … BSRB síðar. Í erindi sínu vitnaði Haukur í könnun sem gerð var meðal þeirra sem farið hafa í raunfærnimat. Könnunin sýndi að um 62 prósent þeirra sem fóru í raunfærnimat höfðu þegar farið í nám og 14 prósent til viðbótar ætluðu sér að fara í nám … . Meðalaldur þeirra sem fara í raunfærnimat eru um 40 ár. Þá sýndu niðurstöðurnar að af þeim sem höfðu farið í nám í kjölfar raunfærnimats sögðu níu af hverjum tíu að þeim gengi vel í náminu. Aðeins um einn af hverjum 100 sagði að sér gengi illa