Fréttir

frá Starfsmannfélagi Suðurnesja

Samtölin um styttri vinnuviku komin á fullt

Eftir áralanga baráttu BSRB fyrir styttingu vinnuvikunnar er loksins komið að því vinnutími félagsmanna fari að styttast. Samtal um hvernig eigi að stytta eru farin í gang á fjölmörgum vinnustöðum og á nokkrum vinnustöðum er vinnunni lokið og búið að ákveða útfærsluna. Lestu meira

Innleiðing um styttingu vinnuvikunnar

Upptökur af kynningarfundum sem BSRB stóð fyrir um innleiðingu styttingu vinnuvikunna hafa nú verið gerðar aðgengilegar. Bein slóð á síðu með öllu þessu efni er hér: https://www.bsrb.is/is/skodun/malefnin/stytting-vinnuvikunnar/fraedslumyndbond-um-styttingu-vinnuvikunnar

Orlofsmál – heitir pottar Munaðarnesi

Varðandi vatnsmálin í Munaðarnesi þá höfum  fengið kvartanir vegna  heitu pottana. Talað var  við Orkuveituna í Borgarnesi sem sögðu að  það fór allt úr sambandi um daginn þegar jarðskjálfti reið yfir í Borgarfirði. Það er verið að vinna í að hreinsa aðal vatnsæð og hreinsa síur.   Þetta geti tekið tíma að hreinsast út.