Fréttir

frá Starfsmannfélagi Suðurnesja

Aðalfundur Starfsmannafélags Suðurnesja

Áður frestaður aðalfundur vegna Covid 19 verður haldinn miðvikudaginn 26. maí 2021  kl. 20:00  í Krossmóa 4a , 5 hæð , 260 Reykjanesbæ. Kosning formanns. Venjuleg aðalfundarstörf, samkvæmt lögum félagsins. Önnur mál. Stjórn STFS

Ungt fólk og vinnumarkaðurinn

Félagsmálaskólanum langar að vekja athygli á námskeiðinu „Hvað þarf ég að vita: Ungt fólk og vinnumarkaðurinn“ – sem eins og nafnið gefur segir, er einkum ætlað unga fólkinu sem er að stíga sinn fyrstu skref á vinnumarkaðnum og farið í helstu atriði sem gott er að vita. Námskeiðið er eingöngu í boði í Zoom fjarfundi. […]

Búið að greiða úr Kötlu félagsmannasjóði

Ágæti sjóðsfélagi í Kötlu félagsmannasjóði, úthlutað hefur verið úr sjóðnum og hefur greiðsla verið send á þinn uppgefna bankareikning. Ef spurningar vakna þá vinsamlegast hafðu samband við þitt stéttarfélag. Minnt er á skattalega meðferð styrkja á skattframtali 2022.  

Vaktavinnufólk – takið þátt í að meta betri vinnutíma!

Ert þú búin(n) að taka þátt í könnun vegna styttingar vinnuvikunnar á vaktavinnustöðum sem samið var um í kjarasamningum opinberu stéttarfélaganna vorið 2020? Nú er innleiðing á þessum mestu breytingum á vinnutíma opinberra starfsmanna í áratugi langt komin og skiptir miklu að fylgjast með hvernig til tekst. Nú þurfum við sem stóðum að þessum samningum, […]

Aðalfundur 2021

Í ljósi sóttvarnaaðgerða og 10 manna samkomutakmarkanna sem gilda a.m.k. til 15. apríl n.k. er samþykkt að fresta aðalfundi félagsins sem dagsettur var 19. apríl, þar til fjöldatakmarkanir leyfa.