Fréttir

frá Starfsmannfélagi Suðurnesja

Trúnaðarmannanám BSRB 1. hluti

Trúnaðarmannanám BSRB 1. hluti, þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn verður kenndur þriðjudaginn 5. október nk.  í fjarnámi .Á námskeiðinu er farið yfir hvert hlutverk stéttafélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði er.   Skráning fer fram á heimasíðu Félagsmálaskóla alþýðu  https://www.felagsmalaskoli.is/namskeid-framundan/    Skráningafrestur rennur út 3. október kl. 16:00.

Auka umsóknarfrestur vegna 2020 er til 30. september nk.

Stjórn Kötlu hefur ákveðið að hafa auka umsóknarfrest vegna ársins 2020 til og með 30. september nk. Ástæða þess er að enn vantar umsóknir frá hluta sjóðsfélaga og stefnt er að útgreiðslu í nóvember 2021. Þessi sjóður er eingöngu fyrir starfsmenn sveitafélagana.    ATH. það þarf að senda síðasta launaseðill 2020 með umsókninni í Félagsmannasjóð […]

Aðalfundur Starfsmannafélags Suðurnesja

Áður frestaður aðalfundur vegna Covid 19 verður haldinn miðvikudaginn 26. maí 2021  kl. 20:00  í Krossmóa 4a , 5 hæð , 260 Reykjanesbæ. Kosning formanns. Venjuleg aðalfundarstörf, samkvæmt lögum félagsins. Önnur mál. Stjórn STFS

Ungt fólk og vinnumarkaðurinn

Félagsmálaskólanum langar að vekja athygli á námskeiðinu „Hvað þarf ég að vita: Ungt fólk og vinnumarkaðurinn“ – sem eins og nafnið gefur segir, er einkum ætlað unga fólkinu sem er að stíga sinn fyrstu skref á vinnumarkaðnum og farið í helstu atriði sem gott er að vita. Námskeiðið er eingöngu í boði í Zoom fjarfundi. […]