Gleðilega hátíð 1. maí

Gleðilega hátíð 1. maí

Stéttarfélögin í Reykjanesbæ og nágrenni óska félagsmönnum sínum og öðrum
íbúum Suðurnesja gleðilegrar hátíðar á baráttudegi verkalýðsins 1. maí.

Með samstöðu getum við náð fram brýnum kjarabótum fyrir þau okkar sem helst þurfa. Við höfum unnið marga sigra í gegnum tíðina og munum vinna marga fleiri. Í haust losna kjarasamningar á almennum markaði og þá stöndum við saman til að vinna okkar málefnum brautargengi.

Að þessu sinni ætla stéttarfélögin að bjóða félagsmönnum og öðrum íbúum svæðisins á skrifstofur félaganna til að kynna sér starfsemi þeirra í tilefni dagsins 1. maí.

Við verðum með opið hús í Krossmóa 4, 4. hæð milli klukkan 14 og 16 og munu starfsmenn félaganna taka á móti fólki, bjóða upp á léttar veitingar, kaffisopa og spjall.

Við hvetjum fólk til að kíkja við.

Að venju bjóða stéttarfélögin upp á bíósýningu fyrir börnin kl. 15.00

Gleðilega hátíð 1. maí

Nýjustu fréttirnar