Kjaramál

Kjaramál

Starfsmannafélag Suðurnesja vinnur með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi. Félagið fer með samningsumboð fyrir hönd starfsmanna gagnvart viðsemjendum þeirra. Starfsmaður félagisns er félagsmönnum innan handar við úrlausn vandamála sem upp kunna að koma í starfinu og í samskiptum við vinnuveitanda. Félagið eða hagsmunabandalög þess eiga fulltrúa í stjórnum lífeyrissjóða félagsmanna sem og í samtarfshópi um starfsmat.

Starfsmat

Niðurstaða vinnu við endurskoðun starfsmatskerfis sveitarfélaganna, SAMSTARFS liggur nú fyrir ásamt starfsmatsniðurstöðum sem unnar voru samkvæmt bókun með gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélaga innan BSRB og ASÍ, sem samið hafa um starfsmat.

Fræðsla

Hér  á heimasíðu BSRB má nálgast allskyns upplýsingar sem viðkoma réttindum og skyldum opinberra starfsmanna.

Sjóðir & styrkir

Eyðublöð og umsóknir

Úthlutunarreglur fyrir starfmenntunarsjóð eru:

Sjóðsfélagar geta sótt um styrk í sjóðinn eftir 6 mánuði í starfi.

Styrkurinn er 130.000 á ári fyrir 100% starf, síðan eftir starfshlutfalli.

Greiðslur úr sjóðnum miðast við almanaksárið.

ATH: Staðfesting á námi og greiðslu frá skóla/námskeiðshaldara þarf að fylgja umsókninni.

Hér að neðan er að finna umsóknareyðublöð fyrir námsstyrk frá Starfsmannafélagi Suðurnesja:

Námsstyrkur

Aðrir sjóðir og styrkir

Styrktarsjóður BSRB

Sjóðurinn greiðir bætur til sjóðfélaga í slysa-og veikindatilfellum eftir því sem nánar er mælt fyrir í reglum sjóðsins. Sjóðurinn styrkir einnig fyrirbyggjandi aðgerðir á sviði heilsueflingar og forvarnir gegn sjúkdómum sbr. við lið 5 í úthlutunarreglum. Hægt er að kynna sér frekar um sjóðinn hér.

Sækja um hér

Mannauðssjóður KSG

Mannauðssjóður KSG veitir styrki til fræðsluverkefna á sviði símenntunar, svo sem vegna námskeiðs/starfs náms, námsgagnagerðar, útgáfu á námsefni og undirbúnings starfsmenntunar samkvæmt samþykktum sjóðsins. Þeir sem geta sótt um styrk til sjóðsins eru sveitarfélög, stofnanir og aðrir vinnuveitendur sem greiða í sjóðinn og stjórnir ofangreindra starfsmannafélaga. Stjórn sjóðsins getur að eigin frumkvæði sett sjálf á laggirnar verkefni fyrir aðila að sjóðnum.

Hægt er að kynna sjóðinn frekar og sækja um styrk úr honum hér.

Sækja um hér

Launatengd gjöld

Upplýsingar fyrir launagreiðendur.

Starfsmannafélag Suðurnesja

Krossmóa 4
260 Reykjanesbær
Sími 421-2390
Kennitala 611200-3230

ATH:

  • Félagi greiðir 1,% af heildar launum í félagsgjöld.
  • Launagreiðandi greiðir 0,5% af heildar launum í starfsmenntunarsjóð.
  • Launagreiðandi greiðir 0,90 % af heildar launum í orlofssjóð.
  • Launagreiðandi greiðir 0,75% af heildarlaunum í styrktar og sjúkrasjóð BSRB

Kröfur verða sendar í heimabanka.

  • Skilagreinar þurfa að vera sundurliðaðar á hvern fyrir sig og hvern sjóð fyrir sig.
  • Ef hægt er að senda skilagreinarnar á SAL formi eru þær sendar á skbibs@bsrb.is
  • Skilagreinar sem ekki eru á öðru formi eru sendar á netfangið bsrb-skilagreinar@bsrb.is.
  • Skilagreinar á pappír sendist til BSRB, b/t , Björg Geirsdóttir, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík.
  • Launagreiðandi greiðir í Mannauðssjóð 0,2% af heildarlaunum frá og með 1.jan. 2020
  • Kennitala sjóðsins er 591011-1030 og innleggs reikningur er 536-04-764107

Félagsmannasjóður

Félagsmannasjóður.

Launagreiðendur greiða mánaðarlega framlag í Félagsmannajóð sem nemur 1,24% af heildarlaunum starfsmanna, tekur gildi frá 1. janúar 2020.
Úthlutun úr sjóðinum skal fara fram 1 febrúar ár hvert.

  • Þessar greiðslur eru allar lagðar inn á sama reikning , 0516-04-760468 ,kt.440169-0159
  • Skilagreinar þurfa að vera sundurliðaðar á hvern fyrir sig og hvern sjóð fyrir sig.
  • Ef hægt er að senda skilagreinarnar á SAL formi eru þær sendar á skbibs@bsrb.is
  • Skilagreinar sem ekki eru á öðru formi eru sendar á netfangið bsrb-skilagreinar@bsrb.is.
  • Skilagreinar á pappír sendist til BSRB, b/t , Björg Geirsdóttir, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík.
  • Launagreiðandi greiðir í Mannauðssjóð 0,20% af heildarlaunum frá og með 1. janúar 2020.

Kennitala sjóðsins er 591011-1030
Innleggs reikningur er 536-04-764107

  • Launagreiðandi greiðir í starfsendurhæfingarsjóð 0,10% af heildarlaunum, og eru lífeyrissjóðir sem rukka þetta inn, þá lífeyrissjóður viðkomandi félagsmanns.
  • Ef sent er á rafrænu formi þarf sérstaklega að passa að launakerfið sé rétt merkt til þess að greiðslurnar skili sér rétt inn á viðkomandi sjóði.
  • Númer félags er 649

Námsstyrkur

Persónuupplýsingar

Aðrar upplýsingar