Kosning á kjarasamningum sveitafélaga og HSS verður rafræn og stendur til 23.mars kl.10.00

Kosning á kjarasamningum sveitafélaga og HSS verður rafræn og stendur til 23.mars kl.10.00

Kynning á kjarsamningum 2020 má finna hér:  https://www.bsrb.is/is/moya/page/kynning-a-kjarasamningum-2020  

 

Vegna Kóróna veirunnar verða ekki haldnir almennir kynningafundir um nýjan kjarasamning. Allt kynningarefni er að finna hér á heimasíðu félagsins, sértök athygli er vakin á kynningarefni BSRB sem fjallar um sameiginleg kjarasamnings atriði stéttarfélaganna.

Um samninginn verður kosið með rafrænum hætti. Bæði hafa félagsmenn val um að kjósa í gengum tölvupóst eða með snjallsíma í gegnum SMS.

Kosningu um samninginn lýkur mánudaginn 23. mars kl. 10.

Við hvetjum alla félagsmenn til að kjósa, með atkvæði sínu senda félagsmenn skýr skilaboð í framhaldi af kosningum um aðgerðir sem leiddu til undirritunar þessa tímamóta kjarasamnings.

 

  1. Kafli: Um kaup og kjör

Þann 1. ágúst 2019 var eingreiðsla upp á 105.000 kr. og verður önnur eingreiðsla vegna tímabils frá 1. ágúst til áramóta 105.000 kr. til útgreiðslu 1. apríl 2020.

Gildistími kjarasamninganna er frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023.

Launhækkanir eru þannig að frá 1. janúar síðastliðnum hækka laun um  17.000 + 0,2% á launatöflu

  1. apríl 2020 hækka laun um 24.000 kr.
  2. janúar 2021 hækka laun um 24.000 kr.
  • janúar 2022 hækka laun um 25.000 kr.

 

  • desember 2019 desemberuppbót kr. 115.850.
  • maí 2020 orlofsuppbót kr.   50.450.
  • desember 2020 desemberuppbót kr. 118.750.
  • maí 2021 orlofsuppbót kr.   51.700.
  • desember 2021 desemberuppbót kr. 121.700.
  • maí 2022 orlofsuppbót kr.   53.000.

 

Útborgun launa

Beri fyrsta dag mánaðar upp á frídag skal útborgun launa vera síðasta virka dag þar á undan.

Kosning á kjarasamningum sveitafélaga og HSS verður rafræn og stendur til 23.mars kl.10.00

Nýjustu fréttirnar