Námskeiðið er ætlað fólki sem vill undirbúa farsæl starfslok og vinna markvisst að því að aðlaga sig breyttu lífsmynstri. Hugað er að ýmsum mikilvægum þáttum er snerta fjárhag, félagslíf og andlega heilsu.
Námskeiðið er dagana 12. og 19. júní, frá klukkan 17:00 og til klukkan 18:30 í húsnæði MSS, Krossmóa 4, Reykjanesbæ.
Verð á námskeiðið er 20 000 kr. fyrir einstakling en Starfsmannafélag Suðurnesja og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis greiðir námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn.
Markmið námskeiðsins eru að:
- hjálpa til við að undirbúa starfslok og aðlaga sig breyttu lífsmynstri
- stuðla að auknum skilningi um réttindi og skyldur
- efla vitund um mikilvægi góðrar andlegrar heilsu á þriðja æviskeiðinu
- kynna félagsstarf hjá sveitarfélögum og öðrum aðilum
Ýmsir sérfræðingar koma að fræðslu á námskeiðinu.
Á námskeiðinu er m.a. fjallað um lífeyrisréttindi, tryggingamál, áhrif starfsloka á andlega heilsu og líðan, fjármál við starfslok, félags- og tómstundastarf. Áhersla er lögð á mikilvæg skref við undirbúning starfsloka og þá sýn að starfslok geti verið gleðirík tímamót í lífi einstaklings.
Upplýsingar gefur Nanna Bára Maríusdóttir; nanna@mss.is eða 4125981
Lífsgleði njóttu!
Dagskrá Starfslokanámskeiðsins 12. og 19. júní 2019
Staðsetning: MSS, Krossmóa 4 Reykjanesbæ
Miðvikudagur 12. júní
Kl. 17:00 – 18:30 Fjármál við starfslok
Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka
Fræðsluerindi um það sem mikilvægast er að hafa á hreinu varðandi fjármál þegar starfsævinni lýkur. Farið verður yfir þær breytingar sem vefjast fyrir mörgum, svo sem varðandi Tryggingastofnun, lífeyrismál, skatta og sparnað.
- Nýjustu breytingar á greiðslum og skerðingum Tryggingastofnunar
- Skattgreiðslur og frítekjumörk
- Kostir og galla þess að flýta eða seinka töku lífeyris.
- Ráðstöfun séreignarsparnaðar og áhrif hans á aðrar tekjur.
- Áhrif þess að halda áfram að vinna eftir 67 ára aldur.
- Hálfur lífeyrir og skipting lífeyris milli maka
Björn hefur haldið tæplega 200 starfslokaerindi fyrir ríflega 8.000 gesti á undanförnum árum, er reglulegur pistlahöfundur í Fréttablaðinu og hefur skrifað fjölda greina um lífeyrismál.
Miðvikudagur 19. júní
Kl. 17:00 – 18:00 Næring og hreyfing
Klemenz Sæmundsson, næringarfræðingur, fjallar um mikilvægi næringar og hreyfingar.
Kl. 18:00 – 18:30 STARFSLOK og hvað þarf að hafa í huga þegar kemur að þeim?
Félagsráðgjafi
Starfslok eru tímamót í lífi hvers manns og fela í sér miklar breytingar. Auðveldara er að takast á við slíkar breytingar með undirbúningi, þ.e. ef maður er búinn undir það sem koma skal, svo skrefið inn í nýja tíma verði ekki erfitt heldur frekar fullt af tilhlökkun. Mikilvægt er að fara inn í þessi tímamót með opnum huga, þetta eru miklar breytingar en með jákvæðum huga og góðum undirbúningi geta þetta verið ánægjuleg ár, tíminn þegar þú getur loksins gert það sem þig hefur alltaf langað til að gera og haft nægan tíma til.
Kl. 18:30 – 19:00 U3A Suðurnes
Hrafn Harðarson formaður U3A Suðurnes
U3A stendur fyrir University of the Third Age – eða Háskóli þriðja aldurskeiðsins, fyrir 60 ára og eldri. Nokkrir hópar eru undir U3A og hittast þeir reglulega um vetrarmánuðina til að ræða saman, hlusta á erindi og fræðslu um hin ýmsu málefni.