Orlofsmál

Orlofsmál

Orlofshús

Starfsmannafélag Suðurnesja er með sex orlofshús sem félagsmenn get leigt. Lámarks dvalartími er mismunandi eftir árstíðum
hægt er að skoða húsin hér og bóka.

Birkihlíð í Munaðarnesi

Félagsmenn STFS eiga líkt og félagsmenn annarra aðildarfélaga BSRB, rétt á að sækja um dvöl í Birkihlíð, tveggja hæða orlofhúsi bandalagsins í Munaðarnesi. 
ATH húsið er ekki í almennri úthlutun. 
Frekari upplýsingar um verð og bókanir um útleigu hússins eru veittar á skrifstofu BSRB í síma 525 8300 eða á netfangið bsrb@bsrb.is
Félagsmenn geta lesið sér til um húsið á heimasíðu BSRB https://www.bsrb.is/is/bsrb/birkihlid-orlofshus 

Útilegukortið

Félagsmönnum STFS býðst Útilegukortið á niðurgreiddu verði, sjá upplýsingar um verð á orlofsvef félagsins.  Kaup á útilegukortinu eru eingöngu rafræn sem fara í gegnum orlofsvefinn. Í kjölfar kaupa er kortið sent í bréfpósti á heimilisfang kaupenda. 

Kortið veitir tveim fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins. 

Allar nánari upplýsingar má finna á vef Útilegukortsins.

Veiðikortið

Félagsmönnum STFS býðst að kaupa Veiðikortið á niðurgreiddu verði. Sjá upplýsingar um verð á orlofsvef félagsins. Kaup á veiðikortinu eru eingöngu rafræn sem fara í gegnum orlofsvefinn. Í kjölfar kaupa er kortið sent í bréfpósti á heimilisfang kaupenda.

Veiðikortið er hagkvæmur valkostur sem hentar jafnt veiðimönnum sem fjölskyldufólki. Með Veiðikortið í vasanum er hægt að veiða nær ótakmarkað í rúmlega 37 veiðivötnum víðsvegar um landið sem og tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra. Kortið gildir fyrir einn fullorðinn og börn yngri en 14 ára í fylgd með korthafa.  Eiganda kortsins ber að merkja kortið á bakhlið með kennitölu sinni.

Allar nánari upplýsingar má finna á vef Veiðikortsins.