Símenntun

Starfsmenntasjóður STFS

Launagreiðandi greiðir sérstakt gjald í starfsmenntunarsjóð starfsmannafélagsins. Gjald þetta skal nema 0.50% af heildarlaunagreiðslum til félaga starfsmannafélagsins.

Félagsmenn geta sótt um styrki í Starfsmenntunarsjóð og skal skila umsóknum á skrifstofu félagsins. Sjóðurinn styrkir félagsmenn vegna ýmissa námskeiða, endurmenntunar og símenntunar. Félagsmenn í fullu starfi geta fengið allt að 100.000 krónur í styrk árlega og þeir sem eru í hlutastarfi fá greitt hlutfallslega. Þeir  félagsmenn sem eru í 100% starfi og hafa starfað í eitt ár  fá fullan styrk og hlutfallslega miðað við starfshlutfall. Þeir sem hafa náð 6 mánuðum fái hálfan styrk og hlutfallslega miðað við starfshlutfall .   Félagsmenn hjá Hitaveitu Suðurnesja hafa sinn eigin starfsmenntunarsjóð.

Í stjórn Starfsmenntunarsjóðs sitja tveir fulltrúar frá starfsmannafélaginu og tveir frá vinnuveitendum.

Mannauðssjóður styrkir náms og kynnisferðir erlendis.  Mannauðssjóður er hjá Starfsmannafélagi Kópavogs  að Bæjarlind 14-16. Sími 554-5124. Hægt er að kynna sér frekar varðandi styrkina  Hér