Skilafrestur vegna stjórnarkjörs 2018

Skilafrestur vegna stjórnarkjörs 2018

Samkvæmt 6. grein laga Starfsmannafélags Suðurnesja, auglýsir uppstillinganefnd félagsins frest til að skila inn tillögum vegna stjórnarkjörs á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 9.apríl 2018. Í kjöri eru tveir aðalmenn í stjórn kosnir til tveggja ára og tveir varamenn kosnir til eins árs.
Tillögum skal skila til Uppstillinganefndar STFS, Krossmóa 4a Reykjanesbæ eigi síðar en 9. mars 2018. Tillögum skal fylgja: nafn, kennitala, starfsheiti, heimilisfang og heiti vinnustaðar þeirra sem tillagan er gerð um.
Tillögum skal fylgja skriflegt samþykki þeirra sem tillaga er gerð um.

Uppstillingarnefnd

Skilafrestur vegna stjórnarkjörs 2018

Nýjustu fréttirnar