Sömu laun fyrir sömu störf!

Sömu laun fyrir sömu störf!

Sveitarfélög landsins eru að mismuna starfsfólki sínu, fólki sem vinnur sömu eða sambærileg störf, jafnvel inni á sömu vinnustöðum, með þeim afleiðingum að sumir eiga að sætta sig við 25% minni launahækkun en aðrir. Þannig er starfsfólki gert að horfa upp á það að vinnufélagar þeirra, í nákvæmlega sömu vinnu, fái launahækkun frá 1. janúar, en það sjálft ekki fyrr en 1. apríl.

Um er að ræða fólk sem vinnur ómissandi störf, t.d. við umönnun barna, í grunnskólum og frístundaheimilum, þjónustu við fatlað fólk og eldra fólk, í sundlaugum og íþróttamannvirkjum, höfnum, bæjarskrifstofum og áhaldahúsum, en sveitarfélögin borga lægstu laun á opinberum markaði. Þessi óbilgirni sveitarfélaga gagnvart starfsfólki sínu verður ekki liðin.

Aðildarfélög BSRB hafa því boðað til verkfalla í leik- og grunnskólum, frístundamiðstöðvum, mötuneytum og höfnum í tíu sveitarfélögum. Yfir 1.500 manns taka þátt í aðgerðunum sem eru umfangsmiklar og munu raska starfsemi og lífi fólks verulega. Ekki er gripið til verkfallanna af léttúð heldur til að knýja þau sveitarfélög landsins að samningsborðinu sem neita að leiðrétta launamisrétti gagnvart starfsfólki sínu.

Sömu laun fyrir sömu störf!

Nýjustu fréttirnar

Sumarlokun á
skrifstofu STFS

Skrifstofa STFS er lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks.
Opnum aftur þann 6. ágúst nk. kl. 9:00