Spjaldtölvur til aðaltrúnaðarmanna

Spjaldtölvur til aðaltrúnaðarmanna

Á föstudaginn í smá hófi sem stjórn STFS hélt fyrir trúnaðarmenn, afhenti stjórnin aðaltrúnaðarmönnum sínum spjaldtölvur sem settar hafa verið upp með þeim forritum sem nauðsynleg eru til að geta sinnt þeim verkefnum sem trúnaðarmenn starfsmannafélagsins þurfa að leysa af hendi. Þar má til dæmis nefna Microsoft Teams, fjarfundarkerfið Zoom, handbók trúnaðarmanna, verkfæri fyrir ritvinnslu ásamt töflureikni, svo eitthvað sé nefnt.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Kristjönu Ósk hjá HSS með nýju spjaldtölvuna. Við óskum aðaltrúnaðarmönnunum til hamingju með nýju spjaldtölvurnar.

Spjaldtölvur til aðaltrúnaðarmanna

Nýjustu fréttirnar