Brú lífeyrissjóður heldur námskeið fyrir sjóðfélaga um lífeyrisréttindi við starfslok í húsakynnum sjóðsins, Sigtúni 42, Reykjavík miðvikudaginn 17. maí næstkomandi.
Á námskeiðinu verður farið yfir hvar helstu upplýsingar um réttindi sjóðfélaga er að finna ásamt því að svara spurningum frá sjóðfélögum um lífeyrismál. Takmarkaður fjöldi sæta eru í boði á hvert námskeið en við leitumst við að bæta við námskeiðum fari skrásetning fram úr áætluðum sætafjölda.
Næsta námskeið verður haldið miðvikudaginn 17. maí nk.
kl. 16.30 B deild – Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar/Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar
kl. 17.30 A deild
kl. 18.30 V deild