SVEITARFÉLAG ÁRSINS 2023 TILKYNNT Í BEINNI ÚTSENDINGU ÞANN 12. OKTÓBER

SVEITARFÉLAG ÁRSINS 2023 TILKYNNT Í BEINNI ÚTSENDINGU ÞANN 12. OKTÓBER

Val á Sveitarfélagi ársins 2023 verður tilkynnt 12. október næstkomandi kl. 10:30

Sveitarfélag ársins er samstarfsverkefni tíu bæjarstarfsmanna félaga innan BSRB sem nær því til félagsfólks sem starfar hjá Sveitarfélögum.

Veitt er viðurkenning fyrir bestu heildarniðurstöðu þátta sem stuðla að blómlegu og heilbrigðu starfsumhverfi starfsfólks sveitarfélaga.

Um könnunina

Könnunin var framkvæmd af Gallup á tímabilinu maí til júlí 2023. Tilgangurinn með könnuninni er að hvetja stjórnendur sveitarfélaganna til að veita starfsumhverfinu meiri athygli og ráðast í umbótaverkefni þar sem þess er þörf. Einnig er ætlunin að niðurstöðurnar skapi almenna umræðu um starfsumhverfi og stjórnun á vinnustöðum, félagsfólki stéttarfélaganna til hagsbóta.

Ekki síst er tilgangurinn að veita góðum vinnustöðum viðurkenningu fyrir að hlúa vel að starfsfólki. Þá er markmiðið einnig að veita félögunum og stjórnendum sveitarfélaga samanburð við önnur sveitarfélög og þjónustusviða til að gera þeim enn frekar kleift að bæta stjórnun innan sveitarfélaganna.

Þá geta félögin borið niðurstöður saman við niðurstöður úr könnunum VR og Sameykis, enda eru þær að hluta til opinberar. Könnunin getur því orðið félögunum öflugt tæki til að berjast fyrir bættu starfsumhverfi fyrir sitt félagsfólk.

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðu verkefnisins hér.

Bein útsending verður af viðburðinum á Facebook síðu Sveitarfélags ársins hér

SVEITARFÉLAG ÁRSINS 2023 TILKYNNT Í BEINNI ÚTSENDINGU ÞANN 12. OKTÓBER

Nýjustu fréttirnar