Um STFS

Stofnfundur Starfsmannafélags Suðurnesja var haldinn 4. október 2000. Starfsmannafélag Suðurnesja varð til eftir sameiningu Starfsmannafélags Suðurnesjabyggða og Starfsmannafélags Reykjanesbæjar.

Starfsmannafélagið (STFS) er aðili að BSRB og eru félagsmenn um 750 og er félagið sjöunda stærsta aðildarfélag BSRB. STFS er aðili að fjórum kjarasamningum sem eru, við Launanefnd sveitarfélaga, ríkið vegna félagsmanna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, samtök atvinnulífsins annars vegar, vegna félagsmanna hjá Hitaveitu Suðurnesja og hins vegar vegna félagsmanna hjá SBK.

Stjórn félagsins hefur ákveðið að stofndagur eldra félagsins þ.e. Starfsmannafélags Reykjanesbæjar verði notaður fyrir hið nýja félag, en það er 20. mars 1957. Félagið varð því 50 ára 20. mars 2007.
Merki félagsins hannaði Jón Oddur Guðmundsson.