Mæðurnar Astrid, Erla Þórdís og Esther ætla að boða til mótmæla á morgun 7.júní kl. 10:00 í Borgartúni 30, en þær eiga það sameiginlegt að vera með börn á leikskóla í Hveragerði og vilja sýna þannig samstöðu með félagsfólki BSRB.
Mótmælin fara fram fyrir utan skrifstofur Sambands íslenskra sveitarfélaga í Borgartúni 30. Þangað hvetja þær fólk til þess að fjölmenna og „styðja við bakið á þeim sem vinna mikilvægustu störf landsins en fá misjafnlega borgað og í öllum tilfellum of lág laun,“
Hér má sjá viðburð á facebook